loader image

Naggrísir eru með svipaðar matarvenjur og kanínur. Þeir þurfa nefnilega líka 80% hey því þeir eru með viðkvæma meltingu sem þarf trefjarnar í heyinu. Einnig þarf að passa kalk inntöku þeirra. En munurinn á naggrísum og kanínum er sá að það þarf að passa upp á c-vítamínið þeirra. Naggrísir geta nefnilega ekki framleitt eigið c vítamín og þurfa því rosalega mikið af c vítamíni úr fæðunni sinni. Gott er að gefa t.d rauða papriku, steinselju eða grænkál. Passa þarf samt að þó að grænkálið innihaldi mikið af c vítamínum þá inniheldur það líka mikið af kalki. Gott er að fylgjast með þvagi naggrísins. Ef það verður of hvítt þá er of mikið af kalki í fæðunni þeirra og þá þarf að breyta fæðunni strax því annars á naggrísinn það til að fá þvagkristalla. Kalk mikið grænmeti er t.d steinselja, basilíka, spínat og grænkál.

                                                    Charlie naggrís að hvíla sig. (mynd frá höfundi)

Þó að naggar þurfi mikið af c vítamíni þá þýðir ekki að gefa þeim sítrónur þar sem sítrusinn er ekki góður fyrir nagdýr. Einnig er hægt að kaupa vítamín í vökva formi í gæludýrabúðum til að setja út í vatnið hjá nöggum en það er alls ekki nóg því um leið og vökvinn fer í vatnið hverfur mikið af vítamínunum úr vökvanum. Ef þú ákveður að bjóða upp á vítamín í vatninu þá er mælt með að bjóða upp á aðra flösku eða skál af hreinu vatni til öryggis ef naggarnir neita að drekka úr því sem inniheldur vökvann með C vítamíninu. Það eru líka til c vítamín töflur eða duft í dýrabúðum sérstaklega ætlað naggrísum. Naggrísir þurfa líka heilfóður frekar en blandað múslí fóður. Heilfóður er trefjaríkara og búið að blanda við það c vítamíni fyrir naggrísina. Það er líka almennt séð hollara því þá geta naggrísir ekki valið sér kornin eins og í múslí og missa þannig kornin sem eru hollari. Múslí fóður er eins og að gefa barni bland í poka í eina og salat í aðra og vona að barnið borði frekar salatið. Sum korn geta líka hrokkið ofan í þau og harður maís gæti skaðað tennurnar þeirra.
Gott er að muna þetta einfaldlega svona:

80% hey
15% grænmeti (með miklu c vítamíni en litlu kalki)
5% Heilfóður með auka c vítamíni og litlu kalkmagni. Helst úr Timothy heyi en ekki úr Alfa Alfa heyi.

 

Höfundur: Dóra Lena

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *