loader image

Mýs hafa verið partur af okkar lífi í um kringum 10.000 ár, uppruna þeirra má rekja til Asíu og þaðan til allra landshluta á jörðinni. Gælumúsin er beinn afkomandi húsamúsarinnar en kemur þó í fleiri lita afbrigðum, lífsaldur húsamúsa er í kringum 1 ár en gælumýs lifa í 2-3 ár.

Þegar mennirnir hættu að vera veiðimenn og safnarar og urðu bóndar í staðinn, urðu lífin þeirra og músanna náin. Menn lærðu að rækta og geyma korn á meðan mýsnar lærðu að það var mun auðveldara að nærast úr geymslum mannanna frekar en að verjast í náttúrunni. Þannig hófst sambandið á milli manna og músa. Þó þetta samband hafi verið af nauðsyn gert en ekki kurteisi þá var það óumflýjanlegt að einhver myndi veiða og eiga mús sem gæludýr.

Þessi fyrsta „gælumús“ var mjög líklega venjuleg brún húsamús, en litastökkbreyting eru mjög algengt í músum. Stundum komu fram óvenjulegir litir fram í músunum, þær voru þá veiddar og voru til sýnir sem einhverskonar fyrirbæri.

Í kringum 1700 byrjaði áhuginn fyrir alvöru á gælumúsum. Í Japan jókst vinsældin um muna en ekki einungis sem gæludýr heldur líka sem ræktunardýr, margir gerðu tilraunir með litaafbrigði. Árið 1787 kom út bæklingurinn The Breeding Of Curious Varieties Of The Mouse skrifað af Chobei Zenya.

Bæklingurinn innihélt teikningar, lýsingar af ræktunaráætlum, uppskriftir til að búa til sérstaka liti og fjölda afbrigða. Af litaafbrigðum var talið upp Albinóa, Svart, Hvítar með svört augu, Kampavíns, Súkkulaði, lillablá og skjótt

Í byrjum 19.aldar komu lituðu mýsnar til evrópu. Hægt og rólega fjölguðu þær sér og urðu vinsælli og vinsælli, sérstaklega í Bretlandi. Það var árið 1877 sem maður að nafni Walter Maxey, faðir gælumúsanna, fékk sína fyrstu gælumýs. Árið 1895 átti hann aðild í að stofna alþjóðlegan músaklúbb í Englandi (the National Mouse Club), þetta var byrjunin á gælumúsinni eins og við þekkjum hana í dag.

Klúbburinn setti fyrir staðla á mismunandi afbrigðum og héldu sýningar. Fyrsta sýningin var í Lincoln árið 1895 og var það Ursula Dickenson sem vann með mús af litaabrigðinu Dutch, sem er hvít mús með jafna bletti.

Klúbburinn starfar enn daginn í dag og meðlimir hafa gefið mikið af sér í þágu gælumúsa. Mikið af litunum sem til eru í dag hafa verið gerðir af stöðlum þökk þessum liðhollu fólki. Þau hafa einnig betrumbætt gælumýsnar í geggnum síðustu 100ár með þvi að velja heilbrigðustu mýsnar til að rækta undan.

Áhugi fyrir gælumúsum fer ört vaxandi og margir sem eiga skriðdýr og gefa þeim nagdýr að borða átta sig á sig á því hvað mýs eru skemmtileg gæludýr og enda oft með því að eiga þær í staðinn fyrir að nota þær í fæði.

Áhuginn fyrir músum sem gælududýrim helfur aldrei verið jafn mikill og hann er í dag og vonandi verður hann meiri í framtíðinni.

HÖFUNDUR: BIRNA GUÐJÓNSDÓTTIR

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *