Oft á tíðum muna foreldrar eftir því að hafa átt hamstra og muna eftir að hafa þurft að fjarlægja hjólið hjá hamstrinum því það ískraði á nóttunni og að lokum þurft að setja hamsturinn inn á bað á nóttunni til að vakna ekki við nag hljóð. En þess á alls ekki að þurfa því ef rétt er farið að þá á bara ekkert að heyrast í hamstri á nóttunni sama hversu mikið hann er að leika sér.
Rimlanag er byrun á svokölluðu ,,cage rage“ eða búra-reiði. Hamstrinum leiðist og hann er með innilokunarkennd. Þegar hamstur er búinn að vera lengi með þessa reiði þá getur hann farið að bíta. Reiðin kemur vegna þess að hamsturinn er í of litlu búri, með of lítið hjól eða ekkert hjól og honum hreinlega leiðist og líður illa. Ef hamsturinn þinn nagar rimlana eða bítur þá þarf að athuga eftirfarandi:
Hamstrabúr á að vera að minnsta kosti 80×50 hvort sem það er verið að ræða um dverghamstur eða syrian hamstur. Því stærra samt því betra. Í greininni ,,Hamstrar þá og nú“ hér á síðunni er að finna hugmyndir hvernig er t.d hægt að búa til stór búr. En ef þú ferð í gæludýrabúð sem kann eitthvað um smádýrin (gerist ekki oft) þá ættirðu að finna stór búr fyrir hamstra, jafnvel 100×50 cm búr sem eru þýskir staðlar. Dýraverndunarsamtök í Evrópu hafa hins vegar staðlana í 80x50cm í dag.
Muna að 80×50 er órotinn gólfflötur en ekki búr með hæðum eða rörum. Ekki er hægt að plúsa t.d saman 2x búr sem eru tengd með röri sem eru bæði 40×30 cm og segja að búrið sé þá 80x60cm. Gólfflöturinn verður að vera óbrotinn og þá 80x50cm. Það er síðan hægt að tengja þannig búr við fleiri minni.
Með venjulegum búrum í dýrabúð fylgja oft hjól með. Ekki láta þau blekkja þig. Til að spara pening í framleiðslu (og halda búrinu ódýru því þá er líklegra að fólk kaupi það fyrir börnin sín) þá setja þau minnstu hjólin í búrin. Þessi hjól eru í raun allt of lítil fyrir hamstra, bæði dverg og syrian. Hjólin sem fylgja með búrunum eru yfirleitt 14-16cm á þvermálið. Syrian hamstrar þurfa hinsvegar að minnsta kosti 25cm hjól. Best eru hjól sem eru 28 eða jafnvel 33cm fyrir stærri syrian hamstra. Dverghamstrar þurfa að minnsta kosti 20cm en ennþá betra er 25 cm hjól fyrir dverga. Ef hjól í þeirri stærð sem hamsturinn þinn þarf passar ekki í búrið þá er búrið of lítið. Ástæðan fyrir því að hamstrar þurfa svona stór hjól er til þess að koma í veg fyrir að þeir meiði hrygginn sinn. Hamstur sem meiðir sig við að hlaupa hættir að hlaupa og þarf því að losa um orku öðruvísi, t.d naga rimla. Hamstur hleypur að nóttu til c.a 9 kílómetra og því á alls ekki að taka hjólið af þeim á nóttunni þó þeir fái að hreyfa sig að degi til. Gott er líka að kaupa hjól t.d úr korki eða sem er ekki plast við plast til að heyra ekki ískur.
Ef hamsturinn er með nógu stórt búr (80x50cm) og gott hjól þar sem hann beygir ekki bakið þá getur verið að hamsturinn sé að lenda í stressi. Hamstrar eru að eðlisfari næturdýr og sama hvað þá er ekki hægt að breyta þessu eðli. Að reyna að breyta því er óhollt fyrir hamsturinn. Þess vegna á ekki að leyfa börnum að vekja hamsturinn að degi til. Best er að bíða þangað til kvöldar (ef barnið sofnar snemma þá hentar hamstur ekki á það heimili) og þá leyfa hamstrinum að leika sér og skoða sig um í t.d leikgrind. Plastkúlur til að hlaupa í geta gert hamstra ennþá stressaðri þar sem þeir sjá illa fyrir og geta oft meitt sig í kúlunum, bæði með því að festa loppurnar eða hlaupa á hluti. Ef það á endilega að nota kúlu þá er gott að muna að það á aldrei að hafa hamstur lengur en 10 mín á sólahring í kúlunni. Hún hentar því alls ekki sem stað til að geyma hamstur á meðan búrið hans/hennar er þrifið.
4. Þú ert með 2 eða fleiri hamstra saman í búri
Ef þú ert nýbúin/n að fá þér þinn fyrsta hamstur og hefur fengið ráð í dýrabúðinni að hamstrar geti verið 2 saman þá er það RANGT: Hamstrar eru algjörir einbúar hvort sem þeir koma úr sama goti eða ekki. Bæði syrian og hybrid (eini dverghamsturinn á Íslandi) eru einbúar. Þó þeir virðist geta búið 2 saman úr sama goti eða þú hafir átt tvo hamstra saman í fortíðinni þá er það rangt og bannað í dag. Þeir eru undir miklu álagi og stressi og í 80%+ tilvika endar svona sambúð með ósköpum og oftast með dauða. Ég bið þig því að taka þá í sundur sem fyrst.
Gott er að muna að ef þú ert með tvo hamstra í sitthvoru búrinu hlið við hlið þá getur það líka aukið líkur á að lyktin af hinum stressi þá upp og þeir reyni að komast úr búrunum til að ná hinum hamstrinum.
Stórt búr, gott hjól, einveru og nóg að naga er því best til að fá nætursvefn. Glaður hamstur=glaður eigandi.