loader image

Oft hefur maður séð nagdýrasjampó í gæludýrabúðum og dottið í hug að maður þurfi þá að baða nagdýr. Engin nagdýr þarf að baða upp úr vatni og sápu.

Hamstrar eru eyðimerkurdýr þannig að vatn skemmir mikilvægar olíur í feldinum þeirra sem heldr húðinni heilbrigðri. Að baða hamstra er því að veikja ónæmiskerfið þeirra gagnvart sjúkdómum og stressar þá. En oft verður feldurinn of fitugur því við höldum á þeim t.d. Þá er gott að hafa svokallað sandbað í búrinu hjá þeim. Sandbað er í raun bara stór skál full af sandi. Sandurinn fæst í flestum dýrabúðum og heitir Chinchilla sandur. Ekki er mælt með því að kaupa samt Chinchilla dust. Það er allt of fíngert og getur skaðað lungun í hömstrum. Bannað er einnig að nota kattasand þar sem hann klumpast og ef þeir setja hann upp í sig getur hann stíflað hamsturinn. Hamsturinn veltir sér upp úr sandinum eins og grís upp úr drullu og hreinsar þannig óþarfa fitu og kusk eða óhreinindi í feldinum. Hamsturinn grefur líka oft ofan í sandinn sem hjálpar til við að halda nöglunum þeirra stuttum.

Bæði syrian og dverghamstrar ættu að hafa sandbað í búrinu hjá sér. Að bjóða stöku sinnum upp á það er eins og okkur, mér og þér, væri bannað að fara í sturtu nema einn og einn dag.

Ekki vera samt hissa ef hamsturinn kúkar eða pissar í baðið. Ef þú setur baðið í horn þá er líklegra að þeir noti það líka sem klósett, aðallega syrian hamsturinn sem hægt er að klósett þjálfa.

Gott er að hafa því eitt lítið bað í horninu. Oft selja dýrabúðir hornklósett einmitt til þess. Þá mun hamsturinn nýta það frekar sem klósett. Og svo annað stærra sem er sett í miðjuna á búrinu t.d þá þarf ekki að henda jafn miklu magni af sandi hvert sinn. Þú getur líka keypt litlar ,,skóflur“ til að þrífa úr sandinum. Gott er að henda samt á 2-3 vikna fresti úr baðinu og setja nýjan sand, fer að sjálfsögðu eftir stærð baðsins.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *