Kanínur geta verið frábær gæludýr fyrir fjölskyldur og verða fljótt hluti af heimilinu en bara ef rétt er farið að. Þær geta fært mikla gleði en þær henta því miður ekki fyrir alla alveg eins og hundur eða köttur. Þær þurfa mikla umönnun og ást, athygli og vegna þess að þær eru rosalega viðkvæmar þá þarf að íhuga að mörgu áður en maður fær sér kanínu . Þær lifa t.d mikið lengur en flest nagdýr og geta sumar orðið 10 ára eða eldri. Það er janf lengi og smáhundur. Þær geta ekki eytt öllu sínu lífi i búri því þær krefjast afskaplega mikillar hreyfingar. Búr er í raun meiri svefnstaður heldur en fyrir þær að vera í öllum stundum. Búr á einnig að vera að minnsta kosti 100x50cm þannig að kanínan geti hoppað allavega tvisvar inn í því.
Þegar það kemur að búrum er stærra samt alltaf betra eins og hjá öllum dýrum. Þó að kanínur eigi ekki að vera í búrum allan sólarhringinn þá er fínt fyrir kanínur sem er óþjálfaðar er gott að hafa þær í búri á meðan þú sefur og á meðan þú ert ekki heima. Aldrei má hafa kanínur í búri með vírgólfi, það er mjög slæmt fyrir fæturnar á þeim þar sem þær hafa enga þófa og getur valdið sjúkdómi sem er í raun sýking sem kallast á ensku ,,Bumble foot“ og getur tekið langan tíma að losna við það. Gott er að stækka svæðið hjá kanínunum einfaldlega með grind í kring um búrið.
Kanínur þurfa mikið að naga þar sem tennurnar í þeim hætta aldrei að vaxa. Hey og kanínudót eru góðir kostir fyrir þær. Passa bara að það sé eitthvað sem þær mega borða. Viður sem kanínur mega naga er til dæmis: Birkiviður, eplaviður og hlynur.
Þegar þjálfað er kanínu til að vera lausa í húsi þarf að passa hvað hún kemst í. Mikilvægt er að passa að þær komist ekki í neitt sem þær mega ekki naga, til dæmis snúrur eða innstungur. Auðvelt er að kassaþjálfa kanínur rétt eins og kisur. Gott er að hafa góðan stóra kassa með sagkögglum í, einnig er mælt með að hafa hey til staðar þar sem þær vilja oft tyggja hey á meðan þær losa sig. Að kassaþjálfa þær tekur smá tíma en þær eru yfirleitt fljótar að ná því.

Gott er líka að muna að kanínur eru hópdýr og geta orðið leiðar jafnvel þunglyndar án þess að eiga vin eða vinkonu. Í dag er einnig í reglugerð frá Mast að það verður að örmerkja kanínurnar. Mælt er með að gelda kanínur líka, bæði til að koma í veg fyrir slæmt skap og krabbamein.
Kanínur eru æðisleg dýr en krefjast mikillar vinnu og þolinmæði og það verður ekki sagt nógu oft.

 Fudge slakar á (mynd frá höfundi greinar)

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *