Kanínur eru svokallaðar herbivores eða jurtaætur eða grænmetisætur. Kanínur eiga alltaf að hafa aðgang að heyi eða um 80% af fæðunni. Hey er því stærsti parturinn af mataræðinu þeirra. Hey er mikilvægt fyrir magaflóruna og heldur tönnunum í réttri lemgd ásamt því að vera fullt af A og D vítamíni, kalki og próteini. [/ffb_param]

Best er að gefa heilfóður (pellets) frekar en múslífóður. Múslífóður er rosalega fitandi og sést hefur verið í rannsóknum að það hefur mikla áhrif á kúkinn þeirra, sem segir að það er ekki allt í góðu með magaflóruna. Múslí fóður inniheldur líka oft korn sem get skaðað tennurnar þeirra eins og t.d maís sem bæði er rosalega harður og inniheldur mikinn sykur. Hinsvegar má ekki bara gefa heilfóður, kanínur verða að fá hey eins og er nefnt hér fyrir ofan, og þær verða að fá ferskt grænmeti á hverjum degi. En þá kemur spurningin hvaða grænmeti mega þær fá?

Ferskt grænmeti er mjög mikilvægur partur af daglegu mataræði hjá kanínum. Ferskt grænmeti inniheldur mikið af vatni sem er mjög gott fyrir lifrina og nýrun ásamt fullt af næringaefnum. Mælt með er að gefa sirka 1 bolla af laufmeti á dag fyrir kanínu sem er 1kg. Allt laufmeti sem er í lagi fyrir menn er í lagi fyrir kanínur, sumt er hinsvegar betra en annað. Passa þarf grænmeti sem inniheldur mikið af oxalsýru. Langtíma uppsöfnun af oxalsýru getur orsakað dofa eða kitlandi tilfinningu í tungu og skinni ásamt því að valda miklum skaða fyrir nýrun.

Mikið af grænmeti sem inniheldur mikið af oxalsýru er samt mjög hollt og gott fyri kanínur en mikilvægt er að passa hversu mikið er gefið. Dæmi um laufmeti sem er hátt í oxalsýru er til dæmis spínat, steinselja og spírur. Mælt er með að gefa 3 tegundir af laufmeti á dag. Passa skal samt kal magnið í grænmetinu sem er gefið, ekki er því gott að gefa of mikið af steinselju eða grænkáli þó það sé fullt af vítamínum. Ef kanínur fá of mikið magn af kalki fer þvagið þeirra að vera hvítt þá er um að gera að minnka kalkið sem fyrst áður en það leiðir að þvagkristöllum eða nýrnavandamálum.

Flestar kanínur eru mjög hrifnar af ávöxtum. Það er í lagi að gefa ávexti í hófi, um það bil eina matskeið á dag fyrir kanínu sem er 1kg. Ekki er mælt með að gefa meira útaf sykurmagni. Gott er að nota ávexti sem þjálfunarnammi þar sem kanínur eru mjög klárar og auðvelt að kenna þeim.

Dæmi um ávexti sem kanínur mega borða eru til dæmis kiwi, epli og banani. Gott er að skera ávextina í litla bita og nota þá jafnvel til að þjálfa kanínurnar.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *