Eigandi: Halldóra
Þetta er hún Dimma sem er stökkmús. Hún er forvitin, hvatvís hrakfallabálkur og hefur verið frá því síðan hún var lítil og hefur látið eiganda sinn oftar en einu sinni fá vægt hjartaáfall!
Hún lætur bara vaða þegar henni dettur eitthvað í hug en hinar stökkmýsnar eru ekki alveg svona. Hún á systur sem heitir Skotta og bjuggu þær saman fyrstu tæpu 2 árin en svo ákvað Dimma að hún vildi ekki lengur búa með systur sinni og réðst á hana svo það varð að stía þeim því miður í sundur. Þegar þær systur komu fyrst á heimilið þá ákvað Dimma að það væri voða sniðugt að troða sér í gegnum glugga sem var á húsinu í búrinu þeirra en hann var með svona krossglugga.
Auðvitað festist hún og eigandinn panikkaði en hún náði svo að losa sig sjálf og varð ekki meint af. Svo einu sinni festi hún aðra afturloppuna í viðarbrú og þegar eigandinn ætlaði að fara að hjálpa þá náði hún að losa sig með svo miklu afli að eigandinn hélt að hún væri lömuð! Sem betur fer varð hún bara smá hölt og fékk verkjalyf og var farin að stíga rétt í löppina stuttu seinna.
Hún er alltaf svo ljúf og góð við eigandann sinn og hefur bara einu sinni bitið en það var af því að hún hafði fengið flog og skildi ekki afhverju eigandinn sinn var ekki að leyfa henni að hlaupa um eins og hún vildi. Hún sem betur fer náði sér á strik eftir flogið og er góð í dag.
Hún verður 3 ára í ágúst 2021 og við vonum að hún eigi eftir að lifa sem lengst.