Hamstrar – Breytingar í gegnum árin? (svör fyrir foreldra sem áttu hamstur sem börn)
NAGDÝR.IS

“Stóra” búrið hans Búffa eftir að ég aðskildi strákana. Var því miður rosalega stolt af stærðinni

Margir byrja á að segja að þeir hafi átt hamstur áður þegar þau voru yngri og að þau kunni nú alveg að hugsa um þau fyrir sitt barn í dag. En áður fyrr var lítið sem ekkert vitað um hamstra og þeir því hafðir í búrum á stærð við skókassa með sagi, hnetublöndu og pínku litlu hjóli. Þessir tímar hafa breyst eftir að rannsóknarmenn og dýralæknar ákváðu að sína þessum smádýrum smá áhuga og fræðast um þá. Hamstrar eru nefnilega ekki dýr sem geta verið í litlum búrum. Þau eru eyðimerkurdýr sem hlaupa allt að 9 kílómetra að nóttu til. Þeir eru næturdýr en sjá samt illa þannig að búr með hæðum hentar alls ekki. Stór gólfflötur er eitthvað sem hamstur þarf og hefur Evrópa staðfest að búr fyrir einn hamstur (bæði syrian sem er líka kallaður loðhamstur eða gullhamstur og dverghamstrana) ætti að hafa að minnsta kosti 80×50 cm gólfflöt. Þá er talað um óbrotinn gólfflöt þannig að búr sem er 30cm sem er tengt með röri við 50cm búr er ekki það sama! Þjóðverjar og Hollendingar hafa hins vegar stækkað gólfflötinn í 100x50cm. Þá spyr maður sig afhverju selja dýrabúðir þá pínkulítil búr? Nú markaðssetning, lítill kostnaður við framleiðslu og því fólk hefur ekki fattað þessa breytingu og því miður seljast því enn litlu búrin. Skrifa síðar meira um afhverju er betra að eiga stórt búr.

Karel, Búffi og Dreki bjuggu því miður of lengi saman í þessu litla búri. Eftir að hafa næstum drepið hvorn annan fór ég að lesa mig betur til aðallega á netinu. (Sjá mynd til hægri)

Hamstrar eru einbúar og því ekki falla fyrir setningunni að systkini geti búið saman. Það er alls ekki satt og yfirleitt enda hamstrar á að drepa hvorn annan ef þeir búa saman. Ég veit að þegar við vorum yngri þá virkaði það, en það er alls ekki satt, þeim líður illa. Hef allt of oft lent í því að fólk hringi því ein systirin drap hina og að fólk viti ekki hvernig það eigi að útskýra það fyrir barninu. Já ég gerði sömu mistök, hlustaði á það að bræður geta búið saman. Eftir mánuð heyrði ég þvílík tíst og leit í búrið. Allir voru þeir í sárum og blóðugir. Um miðja nótt þurfti ég að finna leið til að taka þá í sundur og morguninn eftir finna búr handa hverjum og einum sem er ekki ódýrt.

Millibúrið, Dreki á efri hæðinni og Karel á neðri. Hryllir núna við að sjá járnhjólin (fjalla betur um þau seinna) og stærðina. Eins og sést er Dreki ekki sérlega heilbrigður að sjá.

Hamstrar vaka á nóttunni þannig að ef þú ert að leita af dýri fyrir barnið er hamstur kannski ekki alveg málið þar sem þeir vakna yfirleitt eftir háttatíma barns. Hinsvegar fyrir eldra barn er fínt að róa sig með hamstrinum í leikgerði fyrir háttatímann og hamstur fyrir ungling sem vakir frameftir er fullkomið.

 

Ég er 28 ára gömul þegar ég set þetta inn á síðuna og á enn hamstra í dag. Minn núverandi heitir Eldur og er 13 mánaða syrian hamstur sem býr í svokölluðu Plaza Knockdown fá Savic sem er 100x50x50cm. Getið fylgst með honum inn á Instagram síðunni okkar www.instagram.com/nagdyr.is

 

 

 

 

 

Loka-búrið hjá Karel, Dreka og Búffa. Fengu loksins almennilegan gólfflöt og hjól frá Þýskalandi sem nú loks fást í íslenskum dýrabúðum
Eins og þið (foreldrar) hafið tekið eftir hefur rosalega margt breyst en ekki bara í búrastærð, leiksvæðum og aldri barns heldur líka í fóðri. Við vitum í dag að hamstrar verða að fá prótein og því er gott að gefa þeim kjúkling (ókryddaðann) eða harðsoðið egg. Svo fæst núna í dýrabúðum þurrkaðir mjölormar fyrir þá sem nenna kannski ekki að elda ofan í hamstrana sína 😛 Gott er líka að gefa grænmeti reglulega og t.d hnetur eða smá ávexti. Hamstrar lifa c.a 2-3 ár. Virðum breytingarnar og lærum af mistökum okkar. Nú er tíminn til að breyta og bæta hjá litlu nagdýrunum okkar, ekki láta stoltið vera fyrir ykkur í þeim málum 😉
Búrin hafa stækkað töluvert í gegnum árin.
Breytingar hafa orðið á næringu hamstra.
Nýja kunnáttan okkar kemur frá vísindamönnum.
Endilega lesið ykkur vel til um hamstra áður en þið eignist hamstur sem gæludýr.
Eins og þið sjáið á myndunum hef ég líka gert sömu mistök og við flest en hef heldur betur breytt og bætt mig 🙂

Bjargaði Skugga úr þessu gula. Hann var talinn geðvondur og hættulegur. Eftir viku í stærra búri varð hann hinn rólegi og ljúfi Skuggi sem er núna búsettur í ennþá stærra búri heima hjá vinkonu minni sem var hrædd við nagdýr. Allt er því hægt ef rétt er farið að. 

Hugmyndir af Ikea hack búrum. Skoðaði mikið á Pinterest þegar ég var að leita að ódýrri leið til að gera stórt búr á Íslandi. Kallax og Detolf unnu hjá mér, hvað hentar þér? 🙂 p.s núna eru líka til almennileg búr í dýrabúðum ef þú nennir ekki að föndra eitt 🙂 

Höf. Dóra Lena

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *