Gælumús eru í raun tamin húsamús (M. musculus). Fyrstu ummerki um húsamýs á Íslandi er frá seinni heimstyrjöld en talið er að þær hafi komið með landnámsmönnum. Undanfarin ár hafa vinsældir gælumúsa aukist, bæði sem gæludýr og því miður einnig sem fæða fyrir stærri dýr.
Mikill eðlismunur er á karl- og kvenkyninu og því mælum við með að þú kynnir þér muninn hvort sem þú ert í hugleiðingum að fá þér gælumús eða átt nú þegar. Stærsti munur á kynjunum er sá að karlkynsmýsnar eru einbúar á meðan kvenkynsmýsnar eru hópadýr.
Karlkynið býr yfir miklu eðli til að verja sitt svæðið, búrið, gegn öðrum músum. Karlkynsmýs í sama búri eiga það til að slást um svæðisyfirráð, sem veldur vanlíðan, sárum og stundum dauða. Mörgum finnst ómannúðlegt að láta þá vera eina, því eru þeir oft geldir svo þeir geti verið í búri með kvenkyninu, því miður en enginn á Íslandi sem tekur að sér sambærilega aðgerð á svona litlu dýri en vonandi í komandi tíð.
Kvenkynsmýsnar eru hópdýr og er best að hafa a.m.k. tvær eða fleiri saman í búri. Ef kvenkynsmús er ein að þá er mikil hætta á að hún verði þunglynd og verður hún þá ógæf og ílla mannblendinn. Það þarf samt að huga að fleiri mýs þurfa stærri búr, ein mús þarf að lámarki 60*40 cm búr, tvær til þrjár þurfa að lámarki 80*50 cm o.s.frv. Því stærra sem búrið er, því betra er það fyrir músina eða mýsnar.
Karlkynsmýsnar eru oft talin gæfari, mannblendnari og auðveldara að temja heldur en kvenkynin, þeir virðast eiga auðveldara með að treysta á félagsskapinn frá mannfólkinu.
Þó fylgir oftast meiri umhirða með körlunum, það er sterkari lykt af hlandinu þeirra og þeir merkja búrið sitt töluvert meira en kvenkynið. Fyrir hverja karlmús er jafn mikil umhirða og á þremur kvenmúsum.
Húgó í rólegheitunum. Mynd úr einkasafni